Verkfallið hefur mikil áhrif á kennslu í læknadeildinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Ragnhildur Hauksdóttir Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira