Innlent

Aldrei minni stuðningur við ríkisstjórnina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
33% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
33% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vísir/GVA
Aldrei hafa færri stutt ríkisstjórnina á kjörtímabilinu en nú samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Tæplega þriðjungur þeirra sem tók afstöðu, eða 33% þjóðarinnar sögðust styðja ríkisstjórnina. Á níu mánuðum hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað um 9%.

Fylgi flestra flokka á Alþingi helst nokkuð svipað milli mánaða. Þó minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um nær tvö prósentustig en um 25% segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá bæta Píratar við sig einu prósenti milli mánaða og mælast nú með nær 9% fylgi.

Rúm 20% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, ríflega 15% Bjarta framtíð, tæp 13% Vinstri græna og 11% Framsóknarflokkinn. Tæplega 7%  myndu kjósa aðra flokka.

Rúm 12% þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu skila auðu eða sleppa því að kjósa ef gengið yrði til kosninga nú og nær 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×