Viðskipti innlent

Gray Line Iceland hlýtur tvenn alþjóðleg verðlaun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðrún Þórisdóttir og Þórir Garðarsson frá Gray Line Iceland ásamt Brad Weber, forstjóra Gray Line Worldwide.
Guðrún Þórisdóttir og Þórir Garðarsson frá Gray Line Iceland ásamt Brad Weber, forstjóra Gray Line Worldwide.
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Iceland hlaut tvenn verðlaun á árlegum fundi Gray Line Worldwide, samtaka fyrirtækja í skoðunar—og pakkaferðum á um 700 áfangastöðum í sex heimsálfum.

Gray Line Iceland fékk annars vegar verðlaun fyrir að leggja mikla áherslu á vörumerki samtakanna, og hins vegar fyrir að skara fram úr í þjónustuframboði, markaðsstarfi og gæðum.

Sú verðlaun heita „Diamond Award“ og „er æðsta viðurkenning sem Gray Line Worldwide veitir og aðeins eitt fyrirtæki hlýtur hana á hverju ári,“ eins og segir í tilkynningu frá Gray Line Iceland.

Um 200 manns starfa hjá Gray Line Iceland. Fyrirtækið býður ferðamönnum upp á dagsferðir í rútum auk þess sem það annast áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×