Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Jónas F. Bjartmarz Embætti ríkislögreglustjóra hefur eignast 150 lítið notaðar MP5 hríðskotabyssur. Hluti þeirra, eða 35, er kominn í notkun á æfingasvæði lögreglunnar á Suðurnesjum, hinar eru enn í umsjón embættisins og verða þangað til lögreglustjórar landsins óska eftir afnotum af þeim. „Þetta eru byssur sem stóð til að afleggja hjá lögreglu og heryfirvöldum í Noregi og þau buðust til að gefa okkur. Norðmenn voru að skipta um byssutegund og við þurfum líklega ekki að borga annað en sendingarkostnaðinn,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Jón segir ekki nýtt að lögreglan búi yfir hríðskotabyssum, það hafi hún gert frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Þau hríðskotavopn, sem lögreglan átti, hafi hins vegar verið úr sér gengin og þurft að endurnýja. Jón segist ekki vita til þess að lögreglan hafi keypt nýjar skammbyssur síðustu misserin eða önnur vopn. Menn geti séð hvaða vopn lögreglan eigi með því að rýna í skýrslu sem gerð var um stöðu lögreglunnar árið 2012.DV sagði frá því í gær að lögreglan væri að vopnast með leynd og að brátt yrðu allar lögreglubifreiðar á Íslandi búnar MP5-hríðskotabyssum og Glock 17, hálfsjálfvirkum skammbyssum.óvopnaðir Samkvæmt upplýsingum frá Embætti ríkislögreglustjóra eru ekki vopn í lögreglubifreiðum á höfuðborgarsvæðinu.Að sögn Jóns er ekki verið að vopna lögregluna umfram það sem verið hefur síðustu ár. Lögreglan hafi alltaf haft vopn og lögreglumenn fengið þjálfun í að nota þau. „Nú er verið að efla vopnaþjálfun samhliða handtöku og sjálfsvarnarþjálfun. Lögreglumenn þurfa að standast próf til þess að fá vopnaskírteini.“ Jón segir almennu regluna þá að vopn séu geymd á lögreglustöðvum en einstakir lögreglustjórar hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa vopn í lögreglubifreiðum. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með vopn í bílum hjá sér,“ segir Jón og bendir á að sérsveit lögreglunnar sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu en hún er vopnum búin. Hið sama gildir hins vegar ekki úti á landi þar sem fjarlægðir eru miklar. Þar hafi hafi sumir lögreglustjórar ákveðið að hafa vopn í lögreglubílum. Ekki fæst uppgefið hvers konar vopn eru í lögreglubílunum en á meðan MP5-hríðskotabyssurnar eru enn í vörslu ríkislögreglustjóra eru þær ekki í bílunum. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði, segir að vopn séu í öllum lögreglubílum embættisins. „Við erum ágætlega vopnum búin,“ segir Úlfar. Hann segir það hafa verið ákveðið að setja vopn í bílana af öryggissjónarmiðum, fjarlægðir í umdæminu séu miklar og það taki sérsveitina langan tíma að komast vestur komi upp alvarleg atvik í umdæminu. „Lögreglumenn hér fá markvissa og stöðuga þjálfun í notkun skotvopna,“ segir Úlfar. Fréttaflutningur af vopnaeign og vopnaburði lögreglunnar kom til umræðu á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, fór fram á það við forseta Alþingis að hann gerði viðeigandi ráðstafanir til að þingfundur í dag hefjist á sérstakri umræðu um vopnavæðingu lögreglunnar. „Það er ekki hægt að láta þennan orðróm eða fréttaflutning vera óstaðfestan,“ sagði Helgi. Bjargey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði sama mál að umtalsefni og kallaði eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd. Hún vill innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra á fund til að svara fyrir málið. Tengdar fréttir Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Rúmlega tvö þúsund manns vilja skila norsku byssunum Facebook-síðan „Skilum byssunum“ hefur hlotið góðar undirtektir í kvöld. 21. október 2014 21:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra hefur eignast 150 lítið notaðar MP5 hríðskotabyssur. Hluti þeirra, eða 35, er kominn í notkun á æfingasvæði lögreglunnar á Suðurnesjum, hinar eru enn í umsjón embættisins og verða þangað til lögreglustjórar landsins óska eftir afnotum af þeim. „Þetta eru byssur sem stóð til að afleggja hjá lögreglu og heryfirvöldum í Noregi og þau buðust til að gefa okkur. Norðmenn voru að skipta um byssutegund og við þurfum líklega ekki að borga annað en sendingarkostnaðinn,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Jón segir ekki nýtt að lögreglan búi yfir hríðskotabyssum, það hafi hún gert frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Þau hríðskotavopn, sem lögreglan átti, hafi hins vegar verið úr sér gengin og þurft að endurnýja. Jón segist ekki vita til þess að lögreglan hafi keypt nýjar skammbyssur síðustu misserin eða önnur vopn. Menn geti séð hvaða vopn lögreglan eigi með því að rýna í skýrslu sem gerð var um stöðu lögreglunnar árið 2012.DV sagði frá því í gær að lögreglan væri að vopnast með leynd og að brátt yrðu allar lögreglubifreiðar á Íslandi búnar MP5-hríðskotabyssum og Glock 17, hálfsjálfvirkum skammbyssum.óvopnaðir Samkvæmt upplýsingum frá Embætti ríkislögreglustjóra eru ekki vopn í lögreglubifreiðum á höfuðborgarsvæðinu.Að sögn Jóns er ekki verið að vopna lögregluna umfram það sem verið hefur síðustu ár. Lögreglan hafi alltaf haft vopn og lögreglumenn fengið þjálfun í að nota þau. „Nú er verið að efla vopnaþjálfun samhliða handtöku og sjálfsvarnarþjálfun. Lögreglumenn þurfa að standast próf til þess að fá vopnaskírteini.“ Jón segir almennu regluna þá að vopn séu geymd á lögreglustöðvum en einstakir lögreglustjórar hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa vopn í lögreglubifreiðum. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með vopn í bílum hjá sér,“ segir Jón og bendir á að sérsveit lögreglunnar sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu en hún er vopnum búin. Hið sama gildir hins vegar ekki úti á landi þar sem fjarlægðir eru miklar. Þar hafi hafi sumir lögreglustjórar ákveðið að hafa vopn í lögreglubílum. Ekki fæst uppgefið hvers konar vopn eru í lögreglubílunum en á meðan MP5-hríðskotabyssurnar eru enn í vörslu ríkislögreglustjóra eru þær ekki í bílunum. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Ísafirði, segir að vopn séu í öllum lögreglubílum embættisins. „Við erum ágætlega vopnum búin,“ segir Úlfar. Hann segir það hafa verið ákveðið að setja vopn í bílana af öryggissjónarmiðum, fjarlægðir í umdæminu séu miklar og það taki sérsveitina langan tíma að komast vestur komi upp alvarleg atvik í umdæminu. „Lögreglumenn hér fá markvissa og stöðuga þjálfun í notkun skotvopna,“ segir Úlfar. Fréttaflutningur af vopnaeign og vopnaburði lögreglunnar kom til umræðu á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, fór fram á það við forseta Alþingis að hann gerði viðeigandi ráðstafanir til að þingfundur í dag hefjist á sérstakri umræðu um vopnavæðingu lögreglunnar. „Það er ekki hægt að láta þennan orðróm eða fréttaflutning vera óstaðfestan,“ sagði Helgi. Bjargey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði sama mál að umtalsefni og kallaði eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd. Hún vill innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra á fund til að svara fyrir málið.
Tengdar fréttir Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Rúmlega tvö þúsund manns vilja skila norsku byssunum Facebook-síðan „Skilum byssunum“ hefur hlotið góðar undirtektir í kvöld. 21. október 2014 21:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07
Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12
Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Rúmlega tvö þúsund manns vilja skila norsku byssunum Facebook-síðan „Skilum byssunum“ hefur hlotið góðar undirtektir í kvöld. 21. október 2014 21:46