Mjög góð þátttaka verður á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í húsakynnum Lyfingafélags Reykjavíkur á laugardaginn. Alls keppa 15 konur og 16 karlar í mótinu.
Mikil gróska hefur verið í ólympískum lyftingum á Íslandi síðustu misserin og margt ungt lyftingafólk sprottið fram á sjónarsviðið. Mörg Íslandsmet hafa fallið síðustu árin og er til að mynda ekkert Íslandsmet í kvennaflokki eldra en tveggja ára.
Anna Hulda Ólafsdóttir á sex Íslandsmet líkt og hin 18 ára Lilja Lind Helgadóttir en mörg af metum þeirra verða í hættu á laugardaginn.
Anna Hulda setti met á dögunum á Evrópumeistaramótinu þegar hún lyfti 94kg í jafnhendingu og bætti tveggja mánaða gamalt met Þuríðar Erlu Helgadóttur. Mikil spenna er fyrir baráttu þeirra Önnu Huldu og Þuríðar í 63kg flokknum.
Í karlaflokki verður mjög spennandi að sjá hvort Bjarki Garðarsson nái að veita Gísla Kristjánssyni verðuga keppni. Gísli á öll Íslandsmetin í 105kg og +105kg flokkunum en hann hefur haft mikla yfirburði í íþróttinni um nokkurt skeið.
Keppnin í kvennaflokki hefst klukkan 11 á laugardaginn og keppnin í karlaflokki klukkan 13:15. Áætlað er að verðlaunaafhending verði klukkan 16.
Íslandsmótið í ólympískum lyftingum á laugardaginn
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti



Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti