Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mótmælendur hafa látið í sér heyra á Austurvelli undanfarna daga og mótmælt því að ríkisstjórnin ætli að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Fréttablaðið/Valli Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira