Erlent

Byssan sem banaði Steenkamp

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra.

Pistorius er ákærður fyrir morð og hefjast réttarhöld yfir honum í borginni Pretoríu á mánudag. Spretthlauparinn skaut Steenkamp í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu og segist hann hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Áður hefur verið fjallað um skotvopnaeign og notkun Pistoriusar en haft hefur verið eftir honum að hann hafi óttast árásir og innbrot í kjölfar morðhótana sem honum hafi borist. Vitað er að hann geymdi skammbyssu undir kodda sínum á nóttunni og var það byssan sem hann notaði hina örlagaríku nótt fyrir rúmu ári.

Í myndbandi á vef Sky má einnig sjá Pistorius skjóta á vatnsmelónu og heyrist rödd sem eignuð er honum segja að melónan sé „ekki jafn mjúk og heili“, á meðan félagar hans fagna.

Reiknað er með að skotvopnanotkun hans verði mikið til umfjöllunar í réttarhöldunum en Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.


Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?

Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Pistorius fyrir dómara í dag

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur aftur fyrir dómara í dag en þá verður tekin fyrir beiðni hans um að verða látinn laus úr haldi gegn tryggingu.

„Ég varð að vernda Reevu“

Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp.

Skot hljóp úr byssu hjá Pistorius á veitingastað

Oscar Pistorius, sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína síðastliðinn föstudag, var nærri því að slasa vin sinn með byssuskoti að því er Suður-Afrískir fjölmiðlar greina frá.

Hver er Oscar Pistorius?

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Pistorius hágrét í réttarsal

Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun.

Vilja gögn úr síma Pistoriusar

Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu .

Blóðug krikketkylfa á heimili Pistoriusar

Lögreglan í Suður Afríku fann blóðuga krikketkylfu á heimili hlauparans Oscars Pistoriusar. Pistorius hefur verið í haldi lögreglu frá því á fimmtudag, grunaður um að hafa skotið 29 ára gamla unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×