Breytingar á tímatökum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. febrúar 2014 19:15 Dekkinn frá Pirelli. vísir/getty Formúlu 1-liðin hafa kosið um breytingar á tímatökum. Niðurstaðan er sú að fyrsta umferð mun styttast úr 20 mínútum í 18. Önnur umferð mun haldast 15 mínútur. Þriðja umferðin mun vara í 12 mínútur í stað 10 áður. Þeir 16 ökumenn sem komast í aðra umferð munu fá auka dekkjagang af mýkri gerðinni. Þann dekkjagang mega þeir einungis nota í þriðju umferðinni, eða keppninni sjálfri komist þeir ekki í þriðju umferð. Þriðja umferðin samanstendur af tíu hröðustu ökumönnum úr annarri umferð. Ökumenn þriðju umferðar verða að nota dekkinn þar og skila þeim svo til Pirelli. Ökumenn úr þriðju umferð hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota til að setja sinn hraðasta tíma í annarri umferð. Það heldur möguleikanum opnum að hefja keppnina á harðari dekkjagerðinni. Mýkri dekkinn hafa meira grip en endast ekki eins lengi. Markmið þessara breytinga er annars vegar að auka akstur í þriðju umferð. Hins vegar er ætlunin að auðvelda ökuþórum sem detta út í annarri umferð að keppa um stig. Stig fást í keppninni fyrir tíu efstu sætin. Einungis er um formsatriði að ræða til að samþykkt liðanna taki gildi. Líklega mun þessi breyting taka gildi fyrir fyrstu tímatökuna í Ástralíu 15. mars. Formúla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1-liðin hafa kosið um breytingar á tímatökum. Niðurstaðan er sú að fyrsta umferð mun styttast úr 20 mínútum í 18. Önnur umferð mun haldast 15 mínútur. Þriðja umferðin mun vara í 12 mínútur í stað 10 áður. Þeir 16 ökumenn sem komast í aðra umferð munu fá auka dekkjagang af mýkri gerðinni. Þann dekkjagang mega þeir einungis nota í þriðju umferðinni, eða keppninni sjálfri komist þeir ekki í þriðju umferð. Þriðja umferðin samanstendur af tíu hröðustu ökumönnum úr annarri umferð. Ökumenn þriðju umferðar verða að nota dekkinn þar og skila þeim svo til Pirelli. Ökumenn úr þriðju umferð hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota til að setja sinn hraðasta tíma í annarri umferð. Það heldur möguleikanum opnum að hefja keppnina á harðari dekkjagerðinni. Mýkri dekkinn hafa meira grip en endast ekki eins lengi. Markmið þessara breytinga er annars vegar að auka akstur í þriðju umferð. Hins vegar er ætlunin að auðvelda ökuþórum sem detta út í annarri umferð að keppa um stig. Stig fást í keppninni fyrir tíu efstu sætin. Einungis er um formsatriði að ræða til að samþykkt liðanna taki gildi. Líklega mun þessi breyting taka gildi fyrir fyrstu tímatökuna í Ástralíu 15. mars.
Formúla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira