Af hverju Malta er betri en Ísland Vísir skrifar 24. febrúar 2014 22:00 Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Maltneski vefmiðillinn Sundaycircle hefur tekið saman lista yfir kosti þess að búa á Möltu samanborið við Ísland í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Veðrið3000 klukkustundir af sólarljósi ári í hitabeltisveðri á Möltu samanborið við 1300 klukkustundir af sólarljósi á landi sem ber nafn sem byrjar á „Ís.“ Höfundar listans telja valið þarna á milli auðvelt auk þess sem sólin viti hvenær hún eigi að setjast á Möltu á meðan Íslendingar þurfi að draga fyrir á nóttunni á sumrin, að því gefnu að sólin láti sjá sig þann daginn.Eldfjöll Eldfjöll okkar Íslendinga hafa valdið ómældum töfum á flugumferð með öskufjúki og tilheyrandi ónæði. Á vefsíðunni kemur fram að maltnesk eldfjöll valdi litlu ónæði í ljósi þess að þau séu ekki til.Staðarheiti Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 olli hann töfum á flugumferð og öskufjúki víða um heim. Greinarhöfundar Sundaycircle telja að askan ein og sér hafi valdið nægum vanda, alger óþarfi hafi verið að bæta því á fréttamenn um allan heim að bera fram eitt þúsund atkvæða staðarheiti þegar þeir fluttu fréttir af eldgosinu.ÆttartengslBlaðamenn Sundaycircle fjalla að sjálfsögðu um að á Íslandi séu allir skyldir og að líklegt sé að þú munir giftast ættingja þínum í ljósi þess að á Íslandi sé markaður fyrir app sem segir þér hvort manneskjan sem þú ert að hitta sé náskyldur ættingi. Þetta þykir greinarhöfundum ekki eftirsóknarvert.VerðlagBrauðhleifurinn á Möltu er verðlagður á 0,83 evrur samanborið við 1,55 evrur á Íslandi. Ef þær tölur sem greinarhöfundar styðjast við eru réttar þá eigum við Íslendingar ansi langt í Möltumenn þegar kemur að verðlagi. Á vefsíðunni NUMBEO er hægt að bera saman verð á milli landa og séu löndin tvö borin saman má gera ráð fyrir að greinarhöfundar séu ekki alveg útá þekju í samanburðinum. Til frekari stuðnings má vísa í grátlegan samanburð á hálfum líter af kranabjór, 868 krónur á Íslandi samanborið við 311 krónur á Möltu.Eigingjarnir pylsusalarGreinarhöfundar fara á endanum yfir það að á Íslandi fáist hvergi hinar maltnesku „Pastizzi“ en það eru demantslagaðar ostakökur sem þykja mjög góðar. Þeir telja íslensku pylsuna ekki öflugan keppinaut þegar kemur að þjóðarréttinum. Að lokum er tekið saman að Íslendingar haldi útaf fyrir sig, á norðuhjara veraldar, stórum svæðum af óspilltu landi, hverum, náttúrulaugum og norðuljósunum. Þetta þykir greinarhöfundum til marks um gríðarlega eigingirni Íslendinga. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Maltneski vefmiðillinn Sundaycircle hefur tekið saman lista yfir kosti þess að búa á Möltu samanborið við Ísland í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Veðrið3000 klukkustundir af sólarljósi ári í hitabeltisveðri á Möltu samanborið við 1300 klukkustundir af sólarljósi á landi sem ber nafn sem byrjar á „Ís.“ Höfundar listans telja valið þarna á milli auðvelt auk þess sem sólin viti hvenær hún eigi að setjast á Möltu á meðan Íslendingar þurfi að draga fyrir á nóttunni á sumrin, að því gefnu að sólin láti sjá sig þann daginn.Eldfjöll Eldfjöll okkar Íslendinga hafa valdið ómældum töfum á flugumferð með öskufjúki og tilheyrandi ónæði. Á vefsíðunni kemur fram að maltnesk eldfjöll valdi litlu ónæði í ljósi þess að þau séu ekki til.Staðarheiti Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 olli hann töfum á flugumferð og öskufjúki víða um heim. Greinarhöfundar Sundaycircle telja að askan ein og sér hafi valdið nægum vanda, alger óþarfi hafi verið að bæta því á fréttamenn um allan heim að bera fram eitt þúsund atkvæða staðarheiti þegar þeir fluttu fréttir af eldgosinu.ÆttartengslBlaðamenn Sundaycircle fjalla að sjálfsögðu um að á Íslandi séu allir skyldir og að líklegt sé að þú munir giftast ættingja þínum í ljósi þess að á Íslandi sé markaður fyrir app sem segir þér hvort manneskjan sem þú ert að hitta sé náskyldur ættingi. Þetta þykir greinarhöfundum ekki eftirsóknarvert.VerðlagBrauðhleifurinn á Möltu er verðlagður á 0,83 evrur samanborið við 1,55 evrur á Íslandi. Ef þær tölur sem greinarhöfundar styðjast við eru réttar þá eigum við Íslendingar ansi langt í Möltumenn þegar kemur að verðlagi. Á vefsíðunni NUMBEO er hægt að bera saman verð á milli landa og séu löndin tvö borin saman má gera ráð fyrir að greinarhöfundar séu ekki alveg útá þekju í samanburðinum. Til frekari stuðnings má vísa í grátlegan samanburð á hálfum líter af kranabjór, 868 krónur á Íslandi samanborið við 311 krónur á Möltu.Eigingjarnir pylsusalarGreinarhöfundar fara á endanum yfir það að á Íslandi fáist hvergi hinar maltnesku „Pastizzi“ en það eru demantslagaðar ostakökur sem þykja mjög góðar. Þeir telja íslensku pylsuna ekki öflugan keppinaut þegar kemur að þjóðarréttinum. Að lokum er tekið saman að Íslendingar haldi útaf fyrir sig, á norðuhjara veraldar, stórum svæðum af óspilltu landi, hverum, náttúrulaugum og norðuljósunum. Þetta þykir greinarhöfundum til marks um gríðarlega eigingirni Íslendinga.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent