Innlent

Telur líklegt að Píratar hafi greitt atkvæði utankjörfundar

Ingvar Haraldsson skrifar
Píratar vonast til þess að fylgið rétti úr kúttnum síðar í nótt.
Píratar vonast til þess að fylgið rétti úr kúttnum síðar í nótt. vísir/Daníel
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vonast til þess að Píratar muni ná inn manni. Þó sé full snemmt að tjá sig um tölurnar því eftir eigi að telja stóran hluta atkvæða.

Halldór vonast til þess að kjósendur Pírata hafi mætt seinna en aðrir á kjörstað. Hann segir einnig líklegt að margir kjósendur Pírata hafi greitt utankjörfundaratkvæði.

„Ég er bjarstsýnn á nóttina og það er nóg eftir“ segir Halldór. 

Hér að ofan má sjá myndir úr kosningavöku Pírata í Tjarnabíói.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×