Innlent

Fýkur eina uppblásna íþróttahús landsins?

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hamarshöllin í Hveragerði, eina loftborna íþróttahús landsins. Ljósmynd/Magnús Hlynur
Hamarshöllin í Hveragerði, eina loftborna íþróttahús landsins. Ljósmynd/Magnús Hlynur Vísir/Magnús Hlynur
„Nei, ekki í nótt en ætli morgundagurinn verði ekki fullur af stressi og áhyggjum. Ég vona að þetta verði ekki eins slæmt og það lýtur út fyrir“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði þegar hún var spurð hvort það yrði vakt í Hamarshöllinni, eina uppblásna íþróttahúsinu á Íslandi vegna veðurofsans, sem Veðurstofa Íslands hefur spáð.

„Hamarshöllin á að þola þetta og við erum með flotta, reynslumikla starfsmenn á vakt sem fylgjast vel með á morgun“, bætir Aldís við. Hamarshöllin  er 5.140m2 upphitað, loftborið,  fjölnota íþróttahús, sem var blásið upp í júlí 2012. 

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×