Enski boltinn

Welbeck tæpur fyrir leikinn gegn Noregi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny Welbeck fer framhjá Wayne Rooney, fyrrverandi liðsfélaga sínum, á æfingu Englands í dag.
Danny Welbeck fer framhjá Wayne Rooney, fyrrverandi liðsfélaga sínum, á æfingu Englands í dag. vísir/getty
Tæpt stendur að Danny Welbeck, framherji Arsenal, geti verið með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Noregi á Wembley annað kvöld.

Welbeck, sem gekk í raðir Arsenal frá Manchester United í gærkvöldi fyrir 16 milljónir punda, meiddist á ökkla á æfingu enska landsliðsins í dag.

Meiðslin eru ekki alvarleg og getur farið svo að Welbeck verði með, en það yrði vissulega áfall fyrir Arsene Wenger ef hann yrði lengur frá.

Nýliðinn Jack Colback, leikmaður Newcastle, verður ekki með annað kvöld vegna meiðsla og þá hefur Roy Hodgson tilkynnt hinum þremur nýliðunum; Calum Chambers, DannyRose og Fabian Delph, að þeir verða ekki í byrjunarliðinu.

Leikur Englands gegn Noregi er síðasti vináttuleikurinn hjá liðinu áður en liðið hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Sviss á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×