Sjálfstæðisflokkurinn yfir þrjátíu prósenta múrinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2014 07:00 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira