Enski boltinn

Emmanuel Riviere genginn til liðs við Newcastle

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Newcastle gekk frá kaupunum á franska framherjanum Emmanuel Riviere frá Monaco í kvöld. Talið er að Newcastle greiði rúmlega 6 milljónir punda fyrir Riviere sem er 24 árs gamall.

Riviere kom upp í gegnum unglingastarf St. Etienne en hann gekk til liðs við Monaco fyrir tveimur árum síðan þegar félagið var í frönsku 2. deildinni. Í heildina lék Riviere fimmtíu leiki með Monaco og skoraði í þeim 17 mörk.

Riviere bætist því við stóran hóp franskra leikmanna í leikmannahópi Newcastle en þeir eru nú tíu talsins eftir að félagið gekk frá kaupunum á Riviere og Rémy Cabella á dögunum.

Gengið verður frá kaupum Newcastle á Daryl Janmaat á næstu dögum en félagið mun ætla að að ganga frá sölunni á Mathieu Debuchy til Arsenal áður en Janmaat verður kynntur sem leikmaður Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×