Ráðherra segir Juncker loka endanlega ESB umsókn Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 19:39 Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira