Innlent

Fjórir bílar skemmdir á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ljóst er að talsvert tjón er á bílunum.
Ljóst er að talsvert tjón er á bílunum. Vísir/Magnús Hlynur
Um helgina voru unnin skemmdarverk á fjórum bílum sem voru í geymslu í iðnaðarhverfinu við Gangheiði 49 á Selfossi.

Rúður voru brotnar með því að kasta í þær meðal annars rafgeymi, múrsteinum og netakúlum. Einnig var búið að beygla yfirbyggingu og brjóta ljós. Talsvert tjón er á bílunum. 

„Ekki er vitað hvort þarna hafa verið börn eða fullorðnir að verki en við biðjum alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband við okkur í síma 480 – 1010,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×