Lífið

Kona leysir þrumuguðinn Þór af hólmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsíðuskreytingin á fyrstu sögunni um kvenkyns Thor, sem kemur út í október.
Forsíðuskreytingin á fyrstu sögunni um kvenkyns Thor, sem kemur út í október. Mynd/Marvel
Teiknimyndafyrirtækið Marvel mun gera þrumuguðinn Þór, eða Thor, að konu og er markmiðið að laða að nýja kvenkyns lesendur. Marvel er hvað þekktast fyrir teiknimyndasögurnar um Avengers, Captain America, Iron Man, Hulk, X-Men og Fantastic four.

Breytingin mun verða vegna þess að Thor eins og hann er þekktur í dag, mun ekki geta haldið á hamri sínum, en þaðan fær hann kraftana. Marvel vill þó ekkert segja um hvernig þessi breyting muni vera í sögunum. Þó segja þeir að sá sem kallar sig Thor núna muni hætta því og að kona taki við.

„Á hamar Thor er áletrað: „Hver sá sem heldur á þessum hamri, sé Hann verðugur, skal öðlast krafta Þórs.“ Nú er kominn tími til að uppfæra þá áletrun,“ segir Will Moss, ritstjóri Marvel, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann segir að hin nýja Thor sé ekki til skamms tíma heldur sé hún nú Thor og verði til frambúðar.

Líklega mun þetta ekki hafa áhrif á kvikmyndaheim Marvel, en leikarinn Chris Hemsworth á þrjár myndir sem þrumuguðinn eftir á samningi sínum við Marvel Studios.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×