Hættir ekki nema annað bjóðist Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2014 16:53 Stefán segir ekki víst að hann sé á förum frá lögreglunni. Vísir/Stefán Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014 Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014
Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33
Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20