Hættir ekki nema annað bjóðist Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2014 16:53 Stefán segir ekki víst að hann sé á förum frá lögreglunni. Vísir/Stefán Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014 Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014
Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33
Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20