Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta hring á PGA-meistaramótinu 8. ágúst 2014 10:01 Lee Westwood lék vel í gær. AP/Getty Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira