Atkvæðið endaði á Grænlandi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 17:22 „Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira