Atkvæðið endaði á Grænlandi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 17:22 „Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
„Ég fæ atkvæðið örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, kjósandi, sem fékk símtal í morgun þess efnis að atkvæði hans í sveitarstjórnarkosningunum sem hann skilaði til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og senda átti til Akureyrar hefði endað í Grænlandi. „Ég kaus utankjörstaðar í Laugardalnum í gærkvöldi og tók atkvæðið með mér í sérstöku umslagi þar sem það var orðið of seint að setja það í póst til að það myndi skila sér,“ segir Gunnlaugur. Hann fór síðan upp í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, sem sá um það fyrir hann að setja atkvæðið í flug með Flugfélagi Íslands til Akureyrar, sem endaði með fyrrgreindum hætti.Hafsteinn Valsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir sögu Gunnlaugs. „Já, þetta er rétt, atkvæðið fór til Nuuk í Grænlandi og það var ekki bara þetta eina atkvæði, heldur líka kassi af mintum,“ segir Hafsteinn. Hann segir Gunnlaug verða að kjósa aftur og hægt sé að koma næsta atkvæði á réttan stað. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerst áður, atkvæði hafa farið til annars landshluta en ekki til annars lands,“ segir Hafsteinn. Gunnlaugur er ekki par sáttur við Flugfélag Íslands vegna málsins. „Ég hef ekki hugmynd hvað verður um atkvæðið mitt, þeir hljóta að þurfa að skila því eitthvað, þetta er trúnaðarpóstur. Þessi póstur er mitt persónulega atkvæði, þeir algjörlega klúðruðu þessu.“ „Ég fæ það örugglega innrammað til baka í ísbjarnarskinni frá Grænlandi,“ segir Gunnlaugur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira