Innlent

„Framar okkar björtustu vonum"

Randver Kári Randversson skrifar
Ólafur Guðmundur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Ólafur Guðmundur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
„Við erum rosalega ánægð með þetta, erum bara rétt að átta okkur á þessu núna“, segir Ólafur Guðmundur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 41,3% atkvæða sem dugir fyrir hreinum meirihluta. Flokkurinn vann þrjá bæjarfulltrúa og hefur nú fimm af níu. 



„Við stefndum á þrjá, vorum að gæla við fjóra og enduðum með fimm. Það er framar okkar björtustu vonum. Við höfum háð góða kosningabaráttu, erum með frábæran lista og þetta er niðurstaðan. Við erum gríðarlega ánægð með þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×