Innlent

Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna.

Sveinn Arnarsson skrifar
Matthías Rögnvaldsson kaus í Verkmenntaskólanum á Akureyri í kvöld ásamt Erlu Jóhannesdóttur, eiginkonu sinni.
Matthías Rögnvaldsson kaus í Verkmenntaskólanum á Akureyri í kvöld ásamt Erlu Jóhannesdóttur, eiginkonu sinni.
Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. L-listinn tapar meirihluta sínum, hafði hreinan meirihluta og sex bæjarfulltrúa en fær þrjá samkvæmt fyrstu tölum. Þriðji maður L-listans stendur þó tæpt og þarf aðeins 14 atkvæði til Framsóknarflokksins svo að annar maður þeirra, Ingibjörg Isaksen, felli þriðja mann L-listans.

„Mér finnst mjög lítil kjörsókn áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að gaumgæfa betur. Það er ekki gott fyrir lýðræðið ef við erum að sjá svona litla kjörsókn,“ segir Matthías.

„Við vildum fá meira en þrjá menn kjörna í bæjarstjórn og vonum svo innilega að hann haldist inni þegar allt hefur verið talið upp úr kjörkössunum. Það munar ekki miklu á okkur og Framsókn. Við stefndum á meira.“ 

Eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta er samstarf Sjálfstæðisflokks og L-listans. Matthías telur ekki ráðlegt að hugsa um það ákkurat núna. „Við getum verið dottin niður í tvo menn eftir klukkutíma og getum því ekki verið að hugsa um svoleiðis möguleika núna. Það borgar sig að segja sem minns og leyfa nóttinni að leiða þetta í ljós,“ segir Matthías.

Sjálfstæðisflokkurinn og L-listinn eru stærstir á Akureyri og fá þrjá menn kjörna í bæjarstjórn. Samfylking og Framsóknarflokkur fá tvo menn kjörna og Björt framtíð og VG fá einn mann hver.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×