Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 14:34 Halldór Auðar ásamt foreldrum sínum. Mynd/Kristófer Helgason „Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30