Engar konur á þorrablót Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2014 11:00 Framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki boðið þar sem hún er kona. Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira