Hefur tapað átta milljón króna í fjárhættuspilum í ár Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2014 16:31 Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata. Vísir/AFP Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, hefur tapað rúmum átta milljónum króna í fjárhættuspilum á netinu það sem af er ári. Sænska ríkisútvarpið hefur komist yfir reikninga Åkessons og greinir frá.Åkesson staðfestir að hann stundi fjárhættuspil og að hann spili gjarnan með sambýliskonu sinni. „Við spilum af og til. Okkur þykir þetta skemmtilegt, unnum háa upphæð og við höfum haldið áfram að spila síðan.“ Í fréttinni segir að Åkesson hafi í spilum sínum tapað meiru en hann hafi grætt. Spilafíkn Åkessons hefur verið öðrum í flokknum kunnugt um nokkurt skeið. Martin Kinnunen, talsmaður Svíþjóðarflokksins, segir þó að litið sé á málið sem einkamál Åkessons. „Þetta hefur ekki áhrif á stjórnmálin.“Svo að sú staðreynd að Jimmie Åkesson hafi spilað fyrir hálfa milljón [sænskra króna] í fjárhættuspilum dregur ekki úr trausti á getu Svíþjóðardemókrata til að halda utan um ríkisfjármálin?„Nei,nei, þetta er einkamál. Ef Jimmie Åkesson hefði skuldsett sjálfan sig um háar fjárhæðir þá væri hægt að ræða þetta. En það liggur ekkert fyrir um slíkt. Hann veit ekki sjálfur hvort hann hafi tapað eða grætt á þessu, en þetta snýst ekki um háar upphæðir,“ segir Kinnunen. Jakob Jonsson, einn af helstu sérfræðingum Svíþjóðar um spilafíkn, segir að maður sem hagi sér svona þurfi á hjálp að halda. „Þetta hljómar eins og mikil ofneysla og ber þess skýr merki um mann sem hefur ekki stjórn á hegðun sinni.“ Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á sunnudaginn og hafa Svíþjóðardemókratar, sem vilja hefta straum innflytjenda til Svíþjóðar, mælst með um níu prósenta fylgi í könnunum. Flokkurinn stendur utan bandalaga en gæti verið í oddastöðu að kosningum loknum þó að aðrir flokkar hafi lýst því skýrt yfir að þeir komi ekki til með að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Tengdar fréttir Svíar kjósa þing á sunnudaginn Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. 11. september 2014 06:00 Sænsku ríkisstjórnarflokkarnir í sókn Rauðgrænu flokkarnir mælast nú einungis með fimm prósenta forskot á bandalag borgaralegu ríkisstjórnarflokkana. 9. september 2014 11:40 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, hefur tapað rúmum átta milljónum króna í fjárhættuspilum á netinu það sem af er ári. Sænska ríkisútvarpið hefur komist yfir reikninga Åkessons og greinir frá.Åkesson staðfestir að hann stundi fjárhættuspil og að hann spili gjarnan með sambýliskonu sinni. „Við spilum af og til. Okkur þykir þetta skemmtilegt, unnum háa upphæð og við höfum haldið áfram að spila síðan.“ Í fréttinni segir að Åkesson hafi í spilum sínum tapað meiru en hann hafi grætt. Spilafíkn Åkessons hefur verið öðrum í flokknum kunnugt um nokkurt skeið. Martin Kinnunen, talsmaður Svíþjóðarflokksins, segir þó að litið sé á málið sem einkamál Åkessons. „Þetta hefur ekki áhrif á stjórnmálin.“Svo að sú staðreynd að Jimmie Åkesson hafi spilað fyrir hálfa milljón [sænskra króna] í fjárhættuspilum dregur ekki úr trausti á getu Svíþjóðardemókrata til að halda utan um ríkisfjármálin?„Nei,nei, þetta er einkamál. Ef Jimmie Åkesson hefði skuldsett sjálfan sig um háar fjárhæðir þá væri hægt að ræða þetta. En það liggur ekkert fyrir um slíkt. Hann veit ekki sjálfur hvort hann hafi tapað eða grætt á þessu, en þetta snýst ekki um háar upphæðir,“ segir Kinnunen. Jakob Jonsson, einn af helstu sérfræðingum Svíþjóðar um spilafíkn, segir að maður sem hagi sér svona þurfi á hjálp að halda. „Þetta hljómar eins og mikil ofneysla og ber þess skýr merki um mann sem hefur ekki stjórn á hegðun sinni.“ Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á sunnudaginn og hafa Svíþjóðardemókratar, sem vilja hefta straum innflytjenda til Svíþjóðar, mælst með um níu prósenta fylgi í könnunum. Flokkurinn stendur utan bandalaga en gæti verið í oddastöðu að kosningum loknum þó að aðrir flokkar hafi lýst því skýrt yfir að þeir komi ekki til með að starfa með Svíþjóðardemókrötum.
Tengdar fréttir Svíar kjósa þing á sunnudaginn Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. 11. september 2014 06:00 Sænsku ríkisstjórnarflokkarnir í sókn Rauðgrænu flokkarnir mælast nú einungis með fimm prósenta forskot á bandalag borgaralegu ríkisstjórnarflokkana. 9. september 2014 11:40 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Svíar kjósa þing á sunnudaginn Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. 11. september 2014 06:00
Sænsku ríkisstjórnarflokkarnir í sókn Rauðgrænu flokkarnir mælast nú einungis með fimm prósenta forskot á bandalag borgaralegu ríkisstjórnarflokkana. 9. september 2014 11:40