Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2014 11:06 Þeir sem nú stríða í Flóa. Brigslyrðin ganga á vixl og nú er búið að draga sýslumanninn á Selfossi inní deiluna. Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu. Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu.
Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent