Lífið

Einvalalið tónlistarmanna endurgerir God Only Knows

Atli Ísleifsson skrifar
Elton John er á sínum stað.
Elton John er á sínum stað.
Breska ríkisútvarpið birti í dag myndband þar sem fjöldi frægra tónlistarmanna flytja lag bandarísku sveitarinnar Beach Boys frá árinu 1966, God Only Knows.

Tilefni myndbandsins er opnun stöðvarinnar BBC Music, en útgáfa lagsins er einnig ætlað að safna fé til söfnunar BBC handa bágstöddum börnum.

Tónlistarmenn sem koma fram í myndbandinu eru Brian Wilson, einn höfunda lagsins, Elton John, One Direction, Stevie Wonder, Pharrell Williams. Jake Bugg, Lorde, Emeli Sandé, Chris Martin, Kylie Minogue, Paloma Faith, Sam Smith, Florence Welch, Chrissie Hynde, Brian May, Dave Grohl, Alison Balsom, Martin James Bartlett, Danielle de Niese, Nicola Benedetti, Eliza Carthy, Baaba Maal, Jamie Cullum, Jaz Dhami og fleiri. Ungmennakór Tees Valley kemur einnig fram, ásamt hljómsveit BBC.

Í frétt Guardian kemur fram að Wilson segist hæstánægður með útkomuna, en hann segir God Only Knows vera eitt fallegasta lagið sem hann hafi sjálfur skrifað. „Allir listamennirnir skiluðu frábæru verki og ég get ekki þakkað þeim nægilega mikið.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×