Hóta hungurverkfalli vegna flugvélahvarfsins

Fjölskyldur farþeganna létu reiði sína í ljós á fundi með Malaysia Airlines í Peking, en þau telja yfirvöld í Malasíu liggja á upplýsingum. „Við viljum heyra sannleikann,“ sagði einn aðstandendanna á fundinum. „Ekki láta farþegana verða fórnarlömb pólitískra deilna.“
Alls voru 153 kínverskir ríkisborgarar um borð í vélinni en hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking þegar hún hvarf af ratsjá. Kínverskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt rannsókn malasískra yfirvalda.
Tengdar fréttir

Myndir af fljótandi hlutum í Suður-Kínahafinu
Myndir úr gervitunglum, sem sýna hugsanlegt brak úr farþegaflugvél Malaysia Airlines, hafa verið birtar á vefsíðu kínverskra yfirvalda.

Utanríkisráðherra Malasíu: „Pólitík skiptir ekki máli“
Yfirvöld í Malasíu héldu blaðamannafund í Kúala Lúmpúr í morgun vegna týndu farþegaþotunnar.

Vísbendingar um að vélin hafi snúið við
Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines.

Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina
Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag.

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar
Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Enn bólar ekkert á týndu farþegavélinni
Um áttatíu flugvélar og skip leita þotunnar á Suður-Kínahafi, Malaccasundi og víðar. Að minnsta kosti tólf lönd taka þátt í leitinni.

25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni
Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar.

Óttast að 239 séu látnir
Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.