Innlent

Neyðarfundur í Efstaleitinu

Jakob Bjarnar skrifar
Ingvi Hrafn er ósáttur við það hversu plássfrekt RÚV er á markaði. Magnús Geir tók nýverið við sem útvarpsstjóri en hann var áður í stjórn RÚV.
Ingvi Hrafn er ósáttur við það hversu plássfrekt RÚV er á markaði. Magnús Geir tók nýverið við sem útvarpsstjóri en hann var áður í stjórn RÚV.
Nú klukkan tíu hófst neyðarfundur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Stórkostlegt tap blasir við fyrstu 6 mánuði ársins. Í tilkynningu frá stjórn RÚV ofh liggur fyrir að tap af rekstri félagsins á yfirstandandi rekstrarári verður umtalsvert meira en áætlanir stjórnenda RÚV gerðu ráð fyrir, jafnvel þótt að gripið hafi verið til umfangsmikilla niðurskurðaraðgerða á tímabilinu. „Nú er gert ráð fyrir að tap af rekstri félagsins verði 305 m. kr. fyrstu 6 mánuði ársins og 357 m. kr. á rekstrarárinu öllu,“ segir í tilkynningunni. Vísir hefur áður greint frá þessu.

Ríkisútvarpið hefur átt í verulegum rekstrarvanda undanfarin ár en nýlega tók Magnús Geir Þórðarson við stöðu útvarpsstjóra, Páll Magnússon sagði upp störfum þegar stjórn RÚV auglýsti stöðu hans lausa. Einn þeirra sem tjáir sig um báborna fjárhagsstöðu RÚV og stöðu stofnunarinnar á markaði er Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri ÍNN og fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann vandar ekki menntamálaráðherra kveðjurnar í nýrri Facebookfærslu, sem hann skrifaði í nótt: „Einfaldlega ógeðslegt, að RÚV, sem fyrir hönd Illuga Gunnarssonar og ríkisstjórnar Íslands hrifsar til sín 1600 milljónir af auglýsingum á frjálsum markaði, skuli leyfast að tapa 2 milljónum kr á dag fyrstu 6 mánuði RÚV ársins .Svo var Skjárinn að afskrifa 1100 milljónir.Er eitthvað vit í þessu?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×