Hrafnhildur vildi passa upp á að gleymast ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 08:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir með uppskeru helgarinnar. Vísir/Vilhelm Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, bætti sjö Íslandsmeistaratitlum í safnið um helgina þegar hún skellti sér heim til Íslands til að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslauginni. Hrafnhildur er við nám í Flórída í Bandaríkjunum sem hefur reynst henni vel. Hrafnhildur vann allar þrjár bringusundsgreinarnar (50 metra, 100 metra og 200 metra) á ÍM, auk þess að vinna 200 metra fjórsund. Hún átti síðan þátt í þrennum gullverðlaunum og tveimur silfurverðlaunum hjá SH í boðsundsgreinum.Vildi alls ekki missa af ÍM „Ég vildi alls ekki missa af þessu móti. Maður verður að koma heim og láta sjá sig svo maður gleymist ekki,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. Hún horfir nú til næsta stórmóts sem er Evrópumeistaramótið í haust. Hrafnhildur kláraði á dögunum sitt síðasta tímabil með Flórída-háskólanum þar sem hún komst í NCAA-úrslitamótið á öllum fjórum árum sínum. Á lokamótinu synti hún þrisvar til úrslita, þar af tvisvar með boðsundssveit skólans sem náði 3. og 4. sæti á nýjum skólametum. „Ég kom á ÍM með það markmið að hafa gaman af þessu og synda eins hratt og ég gæti. Ég var fullhvíld fyrir tveimur vikum fyrir úrslitamótið í bandaríska háskólasundinu. Ég er búin að vera í hvíld síðan þá. Það er erfitt að halda svona hvíld svona lengi þannig að ég bjóst ekki við miklu,“ segir Hrafnhildur. Glæsilegt Íslandsmet í fyrstu grein á föstudagskvöldið kom því skemmtilega á óvart. „Ég var frekar fersk af því að þetta var fyrsta sundið á helginni, synti þetta vel og það gekk allt upp,“ segir hún. Hún kom í mark á 1:08.62 mínútum en gamla metið var 1:09.48 mínútur. Hrafnhildur segist hafa lengi verið að stefna á það að komast undir 1:09 og nú tókst það. Hrafnhildur hefur notið tímans sem krókódíll (Florida Gators) og fjölmörg Íslandsmet á meðan hún hefur verið við nám við skólann segja líka sína sögu. „Það er ótrúlega gaman og það hefur greinilega hjálpað mér mjög mikið. Ég fæ miklu meira af þolæfingum þarna úti og svo er alltaf gott að koma heim og fá meiri tækniæfingar hjá Klaus, sem er þjálfarinn minn hérna heima. Hann þekkir mig rosalega vel og það er gott að vinna með honum þó að ég sé að æfa þarna úti. Hann veit alltaf hvað ég á að gera þegar ég kem heim,“ segir Hrafnhildur. Árin í Flórída hafa virkað vel á hana.Hrafnhildur á fullri ferð í bringusundinu.Vísir/ValliÆfir meira og öðruvísi „Ég er að æfa svolítið öðruvísi og meira. Þetta voru viðbrigði í byrjun en svo venst maður þessu,“ segir Hrafnhildur og það er engin afslöppun á dagskránni fram að Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hrafnhildur ætlar reyndar að taka sér vikuhvíld á meðan hún býr sig undir prófatörn í skólanum en svo byrja æfingarnar á fullu og hún sér ekki fram á neina hvíld í sumar. „Ég sé mig bara æfa á fullu samfellt til ársins 2016. Það verður engin hvíld hjá mér,“ segir Hrafnhildur ákveðin. Hún er að læra almannatengsl í skólanum. Hún mælir hiklaust með að íslenskt sundfólk skelli sér í nám til Bandaríkjanna.Mælir með því að fara út í skóla „Ég mæli endalaust með því fyrir ungt sundfólk að fara út í skóla. Þetta er svo gott tækifæri. Þetta er frítt nám og svo færðu að æfa með því sem getur verið svo erfitt að gera hérna heima, það er að vera bæði í sundinu og í háskólanum. Þá endistu ekki lengi í sundinu nema þú dreifir náminu yfir lengri tíma. Það er líka farið svo vel með íþróttamennina þarna úti þannig að þetta er kjörið tækifæri,“ segir Hrafnhildur. Hún reyndi að nýta vikuna á Íslandi sem best og var ekki bara í lauginni. „Ég hitti vinkonur mínar og ömmu og afa sem og eitthvað af fjölskyldunni. Ég fékk að borða góðan íslenskan mat sem ég hafði ekki borðað lengi. Núna taka bara við lokaverkefni og próf í skólanum. Svo eru nokkrir vinir mínir að fara að útskrifast þannig að ég fæ að sjá alvöru bandaríska útskrift. Sjá þau henda upp hattinum og eitthvað svoleiðis,“ segir Hrafnhildur.Vísir/ValliPáskaegg og ferð í Disneyland Fréttablaðið heyrði í henni í gær þegar hún var að undirbúa brottför til Flórída og verðlaunin fyrir góða frammistöðu eru ekki bara fjöldi verðlaunapeninga heldur einnig eitt gott íslenskt páskaegg sem verður með í för. Hrafnhildur ætlar líka að heimsækja Disneyland í fyrsta sinn. Ef einhver hefur unnið sér það inn þá er það fremsta bringusundskona landsins. Sund Tengdar fréttir Íslandsmótinu í sundi lokið Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. 13. apríl 2014 19:45 Metin falla í Laugardalslaug Sundmenn hafa verið að ná fínum árangri í Laugardalslauginni á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur verið sérstaklega sterk. Rennum yfir það helsta sem gerðist í dag. 12. apríl 2014 20:04 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, bætti sjö Íslandsmeistaratitlum í safnið um helgina þegar hún skellti sér heim til Íslands til að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslauginni. Hrafnhildur er við nám í Flórída í Bandaríkjunum sem hefur reynst henni vel. Hrafnhildur vann allar þrjár bringusundsgreinarnar (50 metra, 100 metra og 200 metra) á ÍM, auk þess að vinna 200 metra fjórsund. Hún átti síðan þátt í þrennum gullverðlaunum og tveimur silfurverðlaunum hjá SH í boðsundsgreinum.Vildi alls ekki missa af ÍM „Ég vildi alls ekki missa af þessu móti. Maður verður að koma heim og láta sjá sig svo maður gleymist ekki,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. Hún horfir nú til næsta stórmóts sem er Evrópumeistaramótið í haust. Hrafnhildur kláraði á dögunum sitt síðasta tímabil með Flórída-háskólanum þar sem hún komst í NCAA-úrslitamótið á öllum fjórum árum sínum. Á lokamótinu synti hún þrisvar til úrslita, þar af tvisvar með boðsundssveit skólans sem náði 3. og 4. sæti á nýjum skólametum. „Ég kom á ÍM með það markmið að hafa gaman af þessu og synda eins hratt og ég gæti. Ég var fullhvíld fyrir tveimur vikum fyrir úrslitamótið í bandaríska háskólasundinu. Ég er búin að vera í hvíld síðan þá. Það er erfitt að halda svona hvíld svona lengi þannig að ég bjóst ekki við miklu,“ segir Hrafnhildur. Glæsilegt Íslandsmet í fyrstu grein á föstudagskvöldið kom því skemmtilega á óvart. „Ég var frekar fersk af því að þetta var fyrsta sundið á helginni, synti þetta vel og það gekk allt upp,“ segir hún. Hún kom í mark á 1:08.62 mínútum en gamla metið var 1:09.48 mínútur. Hrafnhildur segist hafa lengi verið að stefna á það að komast undir 1:09 og nú tókst það. Hrafnhildur hefur notið tímans sem krókódíll (Florida Gators) og fjölmörg Íslandsmet á meðan hún hefur verið við nám við skólann segja líka sína sögu. „Það er ótrúlega gaman og það hefur greinilega hjálpað mér mjög mikið. Ég fæ miklu meira af þolæfingum þarna úti og svo er alltaf gott að koma heim og fá meiri tækniæfingar hjá Klaus, sem er þjálfarinn minn hérna heima. Hann þekkir mig rosalega vel og það er gott að vinna með honum þó að ég sé að æfa þarna úti. Hann veit alltaf hvað ég á að gera þegar ég kem heim,“ segir Hrafnhildur. Árin í Flórída hafa virkað vel á hana.Hrafnhildur á fullri ferð í bringusundinu.Vísir/ValliÆfir meira og öðruvísi „Ég er að æfa svolítið öðruvísi og meira. Þetta voru viðbrigði í byrjun en svo venst maður þessu,“ segir Hrafnhildur og það er engin afslöppun á dagskránni fram að Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hrafnhildur ætlar reyndar að taka sér vikuhvíld á meðan hún býr sig undir prófatörn í skólanum en svo byrja æfingarnar á fullu og hún sér ekki fram á neina hvíld í sumar. „Ég sé mig bara æfa á fullu samfellt til ársins 2016. Það verður engin hvíld hjá mér,“ segir Hrafnhildur ákveðin. Hún er að læra almannatengsl í skólanum. Hún mælir hiklaust með að íslenskt sundfólk skelli sér í nám til Bandaríkjanna.Mælir með því að fara út í skóla „Ég mæli endalaust með því fyrir ungt sundfólk að fara út í skóla. Þetta er svo gott tækifæri. Þetta er frítt nám og svo færðu að æfa með því sem getur verið svo erfitt að gera hérna heima, það er að vera bæði í sundinu og í háskólanum. Þá endistu ekki lengi í sundinu nema þú dreifir náminu yfir lengri tíma. Það er líka farið svo vel með íþróttamennina þarna úti þannig að þetta er kjörið tækifæri,“ segir Hrafnhildur. Hún reyndi að nýta vikuna á Íslandi sem best og var ekki bara í lauginni. „Ég hitti vinkonur mínar og ömmu og afa sem og eitthvað af fjölskyldunni. Ég fékk að borða góðan íslenskan mat sem ég hafði ekki borðað lengi. Núna taka bara við lokaverkefni og próf í skólanum. Svo eru nokkrir vinir mínir að fara að útskrifast þannig að ég fæ að sjá alvöru bandaríska útskrift. Sjá þau henda upp hattinum og eitthvað svoleiðis,“ segir Hrafnhildur.Vísir/ValliPáskaegg og ferð í Disneyland Fréttablaðið heyrði í henni í gær þegar hún var að undirbúa brottför til Flórída og verðlaunin fyrir góða frammistöðu eru ekki bara fjöldi verðlaunapeninga heldur einnig eitt gott íslenskt páskaegg sem verður með í för. Hrafnhildur ætlar líka að heimsækja Disneyland í fyrsta sinn. Ef einhver hefur unnið sér það inn þá er það fremsta bringusundskona landsins.
Sund Tengdar fréttir Íslandsmótinu í sundi lokið Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. 13. apríl 2014 19:45 Metin falla í Laugardalslaug Sundmenn hafa verið að ná fínum árangri í Laugardalslauginni á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur verið sérstaklega sterk. Rennum yfir það helsta sem gerðist í dag. 12. apríl 2014 20:04 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sjá meira
Íslandsmótinu í sundi lokið Fínn árangur náðist á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug um helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og ellefu aldursflokkamet á mótinu. 13. apríl 2014 19:45
Metin falla í Laugardalslaug Sundmenn hafa verið að ná fínum árangri í Laugardalslauginni á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur verið sérstaklega sterk. Rennum yfir það helsta sem gerðist í dag. 12. apríl 2014 20:04