Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2014 06:30 Notendur nafngreina stúlkur og greina frá aldri og bæjarfélagi sem þær búa í á spjallsíðunni. vísir/afp Á erlendri spjallsíðu stunda íslenskir karlmenn þá iðju að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu eru á fjórtánda aldursári. Hundruð mynda af íslenskum stúlkum eru komin inn á spjallsíðuna. Erlenda síðan er svokallaður „korkur“, spjallsíða þar sem notandi getur sett inn efni að vild undir umræðu. Fimm mismunandi spjallþræðir hafa verið teknir í gagnið á síðustu sex mánuðum í þeim tilgangi að skiptast á myndum af íslenskum stúlkum.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rannsóknar hjá lögreglu. „Lögreglunni barst tilkynning um síðuna í síðustu viku. Þetta mál er nú til rannsóknar. Reynt verður að fá síðunni lokað á sama hátt og öðrum viðlíka síðum sem hafa skotið upp kollinum á síðustu árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjallsíða af þessu tagi er til rannsóknar hjá lögreglu.“Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Einnig segir að hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skuli sæta sömu refsingu. „Samkvæmt íslenskum lögum er öll skoðun, varsla og dreifing á efni sem sýnir börn yngri en 18 ára á kynferðislegan hátt ólögleg og er brot á réttindum barnsins. Mikilvægt er að uppræta slíkt efni og koma þolandanum til hjálpar. Það að myndefnið sé skoðað aftur og aftur og sé í dreifingu er í raun síendurtekið ofbeldi gegn þolandanum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Á erlendri spjallsíðu stunda íslenskir karlmenn þá iðju að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu eru á fjórtánda aldursári. Hundruð mynda af íslenskum stúlkum eru komin inn á spjallsíðuna. Erlenda síðan er svokallaður „korkur“, spjallsíða þar sem notandi getur sett inn efni að vild undir umræðu. Fimm mismunandi spjallþræðir hafa verið teknir í gagnið á síðustu sex mánuðum í þeim tilgangi að skiptast á myndum af íslenskum stúlkum.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rannsóknar hjá lögreglu. „Lögreglunni barst tilkynning um síðuna í síðustu viku. Þetta mál er nú til rannsóknar. Reynt verður að fá síðunni lokað á sama hátt og öðrum viðlíka síðum sem hafa skotið upp kollinum á síðustu árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjallsíða af þessu tagi er til rannsóknar hjá lögreglu.“Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Einnig segir að hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skuli sæta sömu refsingu. „Samkvæmt íslenskum lögum er öll skoðun, varsla og dreifing á efni sem sýnir börn yngri en 18 ára á kynferðislegan hátt ólögleg og er brot á réttindum barnsins. Mikilvægt er að uppræta slíkt efni og koma þolandanum til hjálpar. Það að myndefnið sé skoðað aftur og aftur og sé í dreifingu er í raun síendurtekið ofbeldi gegn þolandanum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira