„Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 19:34 „Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira