Rickie Fowler reynslunni ríkari eftir viðburðaríkt ár Kári Örn Hinriksson skrifar 31. desember 2014 20:00 Rickie Fowler á Opna breska meistaramótinu í sumar. AP Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“ Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira