Lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta fer ekki öll fram í kvöld eins og áætlað var því mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta einum leik vegna slæms veðurs.
Leikur deildarmeistara Snæfells og Íslandsmeistara Keflavíkur sem átti að fara fram í Stykkishólmi í kvöld fer ekki fram fyrr en annað kvöld.
Mikið rok er nú á Snæfellsnesinu sem og á öllu suðvesturlandi og því er ekkert ferðaveður í Hólminn í kvöld.
Þrír aðrir leikir fara hinsvegar fram í kvöld og þar ætla bikarmeistarar Hauka að skella sér yfir Hellisheiðina og mæta Hamri í Hveragerði.
Njarðvík tekur á móti Val í Ljónagryfjunni í Njarðvík og KR-konur fá Grindavík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ. Allir þrír leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Enginn leikur í Hólminum í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
