Viðræðuslit eða -hlé Andrés Fjeldsted skrifar 10. mars 2014 10:17 Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun