Lögð var fram kæra í gær á hendur leikaranum og grínistanum Bill Cosby vegna meintra kynferðisbrota. Konan sú sem leggur fram ákæruna kveður Cosby hafa misnotað sig inni í Playboy-höllinni svokölluðu í Los Angesles árið 1974, eða þegar hún var 15 ára gömul.
Fjöldi kvenna hefur á síðustu misserum stigið fram og sakað Cosby um kynferðisbrot. Hann segir ásakanirnar þó ekki svaraverðar og með öllu tilhæfulausar. Þær hafi verið ósannar þegar þær komu fyrst fram fyrir áratugum síðan og séu það enn í dag.