Velta Sagafilm jókst um tæp 150 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2014 08:30 Matthew McConaughey Leikstjórinn Christopher Nolan ákvað að taka upp myndina Interstellar hér á landi. Sagafilm aðstoðaði við tökurnar. Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira