Sérstakt sukk Skjóðan skrifar 3. desember 2014 13:00 Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín. Sérstaka athygli vekur að verktakagreiðslur til Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hafa numið rúmlega 18 milljónum frá árinu 2010. Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fær nokkru hærri greiðslur en aðstoðarlögreglustjórinn, eða ríflega 51 milljón frá árinu 2009. Telst það kannski ekki fullt starf að vera aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eða lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið að gera í vinnunni að menn geti varið tugum stunda í mánuði hverjum í vinnu annars staðar? Rök Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, fyrir þessum verkkaupum eru þau að viðkomandi lögfræðingar búi yfir dýrmætri reynslu af undirbúningi umfangsmikilla sakamála. Sérstakur saksóknari á væntanlega við að hann treysti því að þessir tveir lögfræðingar hafi lært af mistökum vegna þess að árangur af saksóknarastörfum þeirra fram til þessa hefur í besta falli verið hóflegur. Jón H.B. Snorrason var yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra málverkamálið, sem eyðilagðist vegna klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugsmálið klúðraðist nær fullkomlega í höndum efnahagsbrotadeildar Jóns H.B. og var flestum ákæruatriðum vísað frá dómi vegna þess hve óskýr og illa framsett ákæran var. Sigurður Tómas Magnússon tók við saksókn Baugsmálsins eftir klúðrið og endurákærði. Lítil frægðarför varð úr þeirri saksókn og niðurstaða Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð sú að nær ekkert stóð eftir af upphaflegum ákæruefnum og kærandi málsins hlaut dóm til jafns á við upphaflegan höfuðsakborning og dómurinn felldi nær allan málskostnað á ríkið. Þetta eru sérfræðingarnir sem Sérstakur saksóknari greiðir milljónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann það að skýra ýmsan málatilbúnað af hálfu embættisins. Sakamál eru byggð á kærum sem embættinu berast en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur saksóknari virðist hafa tekið að sér að vera refsivöndur í þágu hins nýja íslenska fjármálakerfis gegn einstaklingum og lögaðilum, sem stunduðu viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru ekki í hópi vildarvina fjármálakerfisins eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast alveg sérstakt sukk og vandséð að til hagsbóta sé fyrir endurreisn íslensks atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun. En sérstakur er náttúrulega með reynslubolta í vinnu við þetta á verktakagreiðslum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira