Körfubolti

Stríðni Shaq endar í réttarsalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaquille O'Neal.
Shaquille O'Neal. Vísir/Getty
Shaquille O'Neal, einn besti miðherji NBA-deildarinnar fyrr og síðar, er óhræddur við að gera grín að bæði sér og öðrum en nú hefur þessi fjórfaldi NBA-meistari gengið of langt því maður einn frá Michigan hefur höfðað skaðabótamál gegn honum og tveimur öðrum.

Shaq gerði grín að veikindum mannsins þegar hann tók af sér sjálfsmynd síðasta sumar. Umræddur maður sem heitir Jahmel Binion, tók af sér mynd, sem Shaq gerði síðan grín af á bæði twitter og Instagram.

Jahmel Binion er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem hefur mikil áhrif á útlit hans. Hann á í erfiðleikum með að losa svita, hann hefur takmarkaðan hárvöxt og þá vantar í hann tennur.

Binion höfðaði mál gegn Shaquille O'Neal og tveimur öðrum mönnum og heimtar 25 þúsund dollara í skaðabætur sem eru um 2,9 milljónir íslenskra króna.

Shaquille O'Neal er þó búinn að biðja manninn afsökunar en það gerði miðherjinn í apríl síðastliðnum eftir að hann frétti af veikindum Binion.

NBA

Tengdar fréttir

Shaq kaupir hlut í Kings

NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal gerði mikið grín að liði Sacramento Kings er hann var að spila í NBA-deildinni. Þá kallaði hann liðið meðal annars "Queens", eða drottningar í stað kónga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×