Lífið

Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook

Marín Manda skrifar
Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook.

„Þetta er svona tímasparnaðargrín. Ef það er hægt að hafa gaman þá er best að gera það. Hún deildi einhverju myndbandi af sér að sminka sig í bílnum fyrir gigg og mig langaði svo að grínast á móti og skellti mér í bað – í öllum fötunum. Mér fannst það vera svona það líklegasta sem maður gerir fyrir gigg, að fara í föt og fara í bað,“ segir Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður aðspurður um myndböndin sem hann og tónlistarkonan Unnur Birna Bassadóttir hafa verið að deila á Facebook-síðum hvort annars að undanförnu.

Unnur Birna


„Maður hefur þurft að gera ýmislegt í þessum bransa í gegnum tíðina, þvo hárið á sér í vaski í félagsheimili út á landi, mála sig á ferðinni og alls konar fyndið og því var tilvalið að gera örlítið grín að því sem gerist stundum fyrir gigg. Þetta var engan veginn skipulagt en er að fá massaviðtökur á netinu,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir hlæjandi. 

Söngelsku vinirnir hafa þekkst lengi en feður þeirra eru spilafélagar í Hljómsveitinni Mánum frá Selfossi. „Við höfum kallað okkur Mánabörnin síðan við og Mánar hituðum upp fyrir Deep Purple á sínum tíma. Ætli við höfum ekki erft húmorinn frá feðrum okkar,“ segir Pétur Örn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.