Feitir hestar Ólafur Jóhann Ólafsson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun