Viðskipti innlent

Staða Más verður auglýst

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra hyggst breyta lögum um Seðlabankann.
Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra hyggst breyta lögum um Seðlabankann.
Staða seðlabankastjóra Íslands verður auglýst. Þannig framlengist skipun Más Guðmundssonar ekki sjálfkrafa, en honum hefur verið tilkynnt um að staðan verði auglýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Ráðuneytið hyggst leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann.

Í tilkynningunni segir orðrétt:

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram og kynnti á fundi ríkisstjórnar, nú í morgun, minnisblað um endurskoðun á lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.

Nokkur reynsla hefur fengist á þá skipan sem ákveðin var með breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands í febrúar 2009. Að mati fjármála- og efnahagsráðherra er tímabært að taka þær breytingar og fleiri þætti er varða lög um Seðlabanka Íslands til endurskoðunar. Einnig sé mikilvægt að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjármálaeftirlitsins í því skyni að efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og bankans.

Mun fjármála- og efnahagsráðherra setja á fót starfshóp til að leggja mat á æskilegar breytingar. Hópurinn skal hafa það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. 

Samhliða ákvörðun um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands hefur seðlabankastjóra verið tilkynnt, með vísan til 2. mgr. 23. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að ákveðið hafi verið að auglýsa embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar. Er það gert til að gefa stjórnvöldum aukið svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann.


Tengdar fréttir

Einn seðlabankastjóri eða þrír?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist gera ráð fyrir því að til skoðunar sé fjölgun seðlabankastjóra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir meiriháttar breytingar ekki fyrirhugaðar.

Fjölmörg tilefni til að breyta Seðlabankanum

Fjármálaráðherra vill ekki svara því hvort staða Más Guðmundssonar verði auglýst áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. Telur fjölmörg tilefni til að breyta lögum um bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×