Helmingur prófa fellur niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 16:39 "Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar Vilhjálmsson. Verið er að vinna lista yfir þau próf sem heimilt verður að halda í Háskóla Íslands komi til verkfalls prófessora. Þá hafa allir prófessorar fengið upplýsingar um hvaða reglur munu gilda um prófahald í verkfalli. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. „Þetta er um helmingur námskeiða í Háskóla Íslands sem detta út komi til verkfalls en það er verið að sannreyna listann áður en hann verður gefinn út,“ segir Rúnar.„Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.vísir/valli„Prófið fari fram á réttum tíma“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sendi tölvubréf til nemenda sinna í gær þess efnis að próf í hans áfanga verði haldin, sama hvort til verkfalls komi eður ei. Sagðist hann hafa samið prófið og komið því til réttra aðila. „Enginn félagi í Prófessorafélaginu kemur nálægt neinu í þessu ferli. Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir í tölvupóstinum en mbl.is greindi frá málinu í dag. Þær reglur sem settar verða komi til verkfalls snúa að því að ef prófessor er umsjónakennari námskeiðs sem prófað er í, eða kemur að einhverju leyti að námsmati dagana 1. - 15. desember þá verður prófið í námskeiðinu ekki haldið.„Ekki einstaka kennara að túlka reglur“ Rúnar segist ekki tjá sig um einstök mál og vildi því ekki tjá sig um tölvupóst Hannesar en hann hefur enn ekki fengið póstinn í hendurnar. „Það eru almennar og tiltölulega skýrar reglur sem gefnar voru út og við sendum á alla prófessora og stjórnendur skólans. Það er ekki einstaka kennara að túlka reglur og viðmið varðandi framkvæmd verkfalla eða að hafa hver sinn háttinn á. Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar. Birtir til í samningaviðræðum Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla munu leggja niður störf fyrstu tvær vikurnar í desember eða frá miðnætti 1. desember til 15. desember takist ekki að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið fyrir þann tíma. Jólapróf um 8000 stúdenta við háskóla landsins er í uppnámi komi til verkfallsins. Samninganefnd Félags prófessora fundaði með samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rúnar segir að eitthvað hafi þokast í viðræðunum og er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Næsti fundur verður haldinn á föstudag. „Það voru stigin ákveðin skref í dag og ég vona að myndin verði enn skýrari næsta föstudag,“ segir Rúnar að lokum. Félagsmenn eru prófessorar sem fastráðnir eru við íslenska ríkisháskóla. Það er Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59 Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28 Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Verið er að vinna lista yfir þau próf sem heimilt verður að halda í Háskóla Íslands komi til verkfalls prófessora. Þá hafa allir prófessorar fengið upplýsingar um hvaða reglur munu gilda um prófahald í verkfalli. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. „Þetta er um helmingur námskeiða í Háskóla Íslands sem detta út komi til verkfalls en það er verið að sannreyna listann áður en hann verður gefinn út,“ segir Rúnar.„Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.vísir/valli„Prófið fari fram á réttum tíma“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sendi tölvubréf til nemenda sinna í gær þess efnis að próf í hans áfanga verði haldin, sama hvort til verkfalls komi eður ei. Sagðist hann hafa samið prófið og komið því til réttra aðila. „Enginn félagi í Prófessorafélaginu kemur nálægt neinu í þessu ferli. Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir í tölvupóstinum en mbl.is greindi frá málinu í dag. Þær reglur sem settar verða komi til verkfalls snúa að því að ef prófessor er umsjónakennari námskeiðs sem prófað er í, eða kemur að einhverju leyti að námsmati dagana 1. - 15. desember þá verður prófið í námskeiðinu ekki haldið.„Ekki einstaka kennara að túlka reglur“ Rúnar segist ekki tjá sig um einstök mál og vildi því ekki tjá sig um tölvupóst Hannesar en hann hefur enn ekki fengið póstinn í hendurnar. „Það eru almennar og tiltölulega skýrar reglur sem gefnar voru út og við sendum á alla prófessora og stjórnendur skólans. Það er ekki einstaka kennara að túlka reglur og viðmið varðandi framkvæmd verkfalla eða að hafa hver sinn háttinn á. Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar. Birtir til í samningaviðræðum Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla munu leggja niður störf fyrstu tvær vikurnar í desember eða frá miðnætti 1. desember til 15. desember takist ekki að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið fyrir þann tíma. Jólapróf um 8000 stúdenta við háskóla landsins er í uppnámi komi til verkfallsins. Samninganefnd Félags prófessora fundaði með samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rúnar segir að eitthvað hafi þokast í viðræðunum og er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Næsti fundur verður haldinn á föstudag. „Það voru stigin ákveðin skref í dag og ég vona að myndin verði enn skýrari næsta föstudag,“ segir Rúnar að lokum. Félagsmenn eru prófessorar sem fastráðnir eru við íslenska ríkisháskóla. Það er Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59 Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28 Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59
Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25
Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28
Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00