Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 15:45 Pétur sagði að sér væri misboðið. Vísir / GVA Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“ Alþingi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“
Alþingi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira