Innlent

Enn skelfur við Geysi

Skjálftahrina við Geysi Tugir lítilla skjálfta hafa mælst 10 km norður af geysi í haukadal. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Skjálftahrina við Geysi Tugir lítilla skjálfta hafa mælst 10 km norður af geysi í haukadal. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Skjálfti að stærðinni fimm varð í Bárðarbungu að kvöldi jóladags. Hann átti upptök sín við norðurbrún öskjunnar. Skjálftavirkni hefur verið mikil en alls mældust um 40 skjálftar í Bárðarbungu á einum sólahring. Í kvikuganginum mældust fimm skjálftar og voru þeir allir undir tveimur að stærð. Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal sem hófst í vikunni varir áfram. Frá hádegi á jóladag hafa mælst tæplega 30 jarðskjálftar í hrinunni. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð. Hann kom kl. 12:45 á jóladag. -kbg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×