Spegill, spegill… Hulda Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2014 07:00 Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2014 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun