Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 18:47 Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira