Innlent

Staðfesti árs fangelsi fyrir fjárkúgun

Samúel Karl Ólason skrifar
36 ára karlmaður var dæmdur fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði.
36 ára karlmaður var dæmdur fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði. Vísir/Rósa
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða varðandi mann sem reyndi að kúga hundrað milljónir króna frá hjónum. Maðurinn hótaði hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða ef þau greiddu honum ekki féð.

Fyrst póstlagði hann nafnlaust bréf til hjónanna þar sem fram komu ógnandi fyrirmæli um greiðslu peninganna. Þar stóð að að bréfinu stæði hópur manna með reynslu í fjárkúgun og að fylgst yrði með ferðum hjónanna. Færu þau til lögreglu yrðu þau beitt ofbeldi og að undanfarið hefði verið fylgst með þeim.

Þá stóð í bréfinu að þeir vonuðust til þess að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum hjónanna.

Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti maðurinn að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár.  Í bréfinu sagði hvar og hvenær maðurinn ætti að nálgast peninginn. En það var í tilteknum bönkum í Reykjavík.

í dómi Hæstaréttar segir að samkvæmt gögnum málsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi skrifaði bréfið og því var niðurstaða héraðsdóms staðfest.

„Ákærði á sér engar málsbætur en að teknu tilliti til þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu er staðfest niðurstaða héraðsdóms um refsingu hans og skilorðsbindingu hennar að hluta,“ segir í dómnum.

Miskabætur sem maðurinn átti að greiða voru þó lækkaðar úr 800 þúsund krónum í 400 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða rúmlega eina og hálfa milljón króna í málskostnað.

Nánar má sjá dóm Hæstaréttar hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×