Apple eyddi tónlist af tækjum notenda Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2014 10:34 Steve Jobs, einn af stofnendum Apple hafði á sínum tíma áhyggjur af hökkurum. Vísir/AFP Tæknirisinn Apple hefur eytt tónlistarlögum sem eigendur iPoda höfðu sótt frá öðrum tónlistarveitum en veitum fyrirtækisins. Samkvæmt lögmönnum var þetta gert án þess að láta notendur vita. Þessu Réttarhöld standa nú yfir í Bandaríkjunum gegn Apple þar sem hópur fólks hefur sakað fyrirtækið um að brjóta gegn samkeppnisákvæðum á árunum 2007 til 2009. Lögmaðurinn Patrick Coughlin sagði að notendur sem sótt hefðu lög í gegnum aðrar þjónustur hefðu fengið upp villumeldingu við það að tengja iPod við tölvu. Þar hefði þeim verið tilkynnt að nauðsynlegt væri að endurræsa iPodinn á upphafsstillingum. Hann sagði að þegar því ferli væri lokið hefði lögum sem ekki kæmu frá Apple verið hent út. Farið er fram á að Apple greiði 350 milljónir dala í skaðabætur, eða um 42 milljarða króna. Þá hefur Wall Street Journal eftir honum að Apple hafi ekki látið notendur sína vita af þessu. Augustin Farrugia, yfirmaður öryggismála hjá Apple segir þetta hafa verið lögmæta öryggisaðgerð. Hann sagði þetta ekki hafa verið útskýrt fyrir notendum þar sem Apple vildi ekki rugla þá í rýminu. Hann sagði forsvarsmenn Apple hafa haft áhyggjur af tölvuþrjótum og þessum uppfærslum hefði verið ætlað að eyða mögulegum vírusum. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur eytt tónlistarlögum sem eigendur iPoda höfðu sótt frá öðrum tónlistarveitum en veitum fyrirtækisins. Samkvæmt lögmönnum var þetta gert án þess að láta notendur vita. Þessu Réttarhöld standa nú yfir í Bandaríkjunum gegn Apple þar sem hópur fólks hefur sakað fyrirtækið um að brjóta gegn samkeppnisákvæðum á árunum 2007 til 2009. Lögmaðurinn Patrick Coughlin sagði að notendur sem sótt hefðu lög í gegnum aðrar þjónustur hefðu fengið upp villumeldingu við það að tengja iPod við tölvu. Þar hefði þeim verið tilkynnt að nauðsynlegt væri að endurræsa iPodinn á upphafsstillingum. Hann sagði að þegar því ferli væri lokið hefði lögum sem ekki kæmu frá Apple verið hent út. Farið er fram á að Apple greiði 350 milljónir dala í skaðabætur, eða um 42 milljarða króna. Þá hefur Wall Street Journal eftir honum að Apple hafi ekki látið notendur sína vita af þessu. Augustin Farrugia, yfirmaður öryggismála hjá Apple segir þetta hafa verið lögmæta öryggisaðgerð. Hann sagði þetta ekki hafa verið útskýrt fyrir notendum þar sem Apple vildi ekki rugla þá í rýminu. Hann sagði forsvarsmenn Apple hafa haft áhyggjur af tölvuþrjótum og þessum uppfærslum hefði verið ætlað að eyða mögulegum vírusum.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira