Enski boltinn

Fullyrða að Herrera sé á leiðinni til United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ander Herrera í baráttunni við Alexis Sanchez.
Ander Herrera í baráttunni við Alexis Sanchez. Vísir/Getty
Seint í gærkvöldi bárust fréttir að Athletic Bilbao hafi samþykkt tilboð Manchester United í Ander Herrera, leikmanns liðsins í gær.

Útvarpsstöðin Cadena Ser greindi fyrst frá fréttunum en samkvæmt þeim mun United greiða 36 milljónir evra sem Athletic Bilbao getur ekki hafnað.

Herrera sem á eitt ár eftir af samningi sínum var orðaður við rauðu djöflana síðasta sumar. Talið er að Manchester City og Barcelona séu einnig áhugasöm um Herrera.

Þá er talið að Manchester United hafi einnig lagt fram ný tilboð í Luke Shaw og Thomas Vermaelen í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×